NTC netdagar

Hanna derhúfur í Kaupmannahöfn – Myndir

Hanna derhúfur í Kaupmannahöfn – Myndir

Hildur María Hólmarsdóttir, 22 ára Akureyringur setti nýlega á laggirnar Instagram síðu ásamt kærasta sínum þar sem þau selja derhúfur sem þau hanna sjálf. Derhúfurnar hafa vakið mikla athygli strax enda frekar frábrugðnar hefðbundnum derhúfum. Hildur og Martin Bergmann kærasti hennar stunda bæði nám í Kaupmannahöfn. Hildur er að læra umhverfis- og skipulagsverkfræði við Álaborgarháskóla og Martin lærir sögu við Kaupmannahafnarháskólann.

Hildur og Martin

Hildur segir að hugmyndin hafi kviknað einfaldlega vegna þess að þeim langaði sjálf í skemmtilegar derhúfur. „Martin hefur verið derhúfu-fanatic lengi og átti margar fyrir. Þær voru flestar dýrar og ekkert nema merkið. Þá kom upp þessi hugmynd að setja þær bara saman sjálf. Við ætluðum aldrei að selja þær en vinir okkar voru að fýla þær og vildu kaupa.“

Í kjölfarið jókst eftirspurn og áhugi fyrir húfunum. „Vegna áhugans erum við núna komin með Instagram aðgang þar sem er hægt að skoða úrvalið og panta ef fólk vill. Við sjáum nú ekki fyrir okkur að þetta verði einhver svaka business heldur langar okkur bara að búa til nokkrar nettar derhúfur sem fólk getur fengið á sanngjörnu verði.“

„Það sem við fýlum við þessar derhúfur er að þær eru litríkar og oft stendur eitthvað frekar kaldæðið á þeim. Stundum er tíska tekin háalvarlega og finnst okkur derhúfurnar geta vegið svolítið upp á móti því. Á Instagram reikningnum okkar er hægt að sjá hvaða mótíf við erum með og á næstu dögum erum við svo að fá derhúfur í svörtu, hvítu, dökkgrænu, ljósbleiku og ljósbrúnu.“

Myndir af derhúfunum má sjá hér að neðan og hægt er að skoða Instagram síðuna með því að ýta hér.

 

 

 

 

UMMÆLI