Framleiðir skóþrep í frítíma sínum

Guðmundur með skóþrepið

Guðmundur Karlsson er 63 ára sundlaugarvörður í Sundlaug Akureyrar. Í frítíma sínum reykir Guðmundur lax. Hann ákvað nýverið að láta gamlan draum rætast og hóf að smíða sín eigin skóþrep. Skóþrepin eru notuð í afgreiðslu sundlaugarinnar þar sem Guðmundur vinnur.

Kaffið heyrði í Guðmundi og talaði við hann um þetta skemmtilega hliðarverkefni.  „Þetta hefur blundað í manni í mörg ár og maður er ekkert að verða yngri þannig ég ákvað að kýla á þetta í vetur. “ 

Skóþrepið er svart og stílhreint með snaga fyrir skóhorn.  „Þetta er vönduð vinna, ég nota húsgagnarör og pólýhúða. Það eru mörg mörg ár frá því ég gerði fyrsta skóþrepið en hönnunin hefur breyst mikið síðan þá.“

Fyrsta skóþrepið sem Guðmundur bjó til til hægri, nýjasta hönnunin til vinstri.

 

UMMÆLI

Sambíó