Harpa Snædal ráðin yfirlæknir námslækna

Harpa Snædal ráðin yfirlæknir námslækna

Harpa Snædal, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á SAk, hefur verið ráðin í starf yfirlæknis námslækna á sjúkrahúsinu. Þetta kemur fram á vef SAk.

Verkefnin voru áður á höndum deildarstjóra mennta- og vísindadeildar en með þessari breytingu munu starfsmannamál og nám unglækna vera aðskyld og þannig fá unglæknar betri stuðning í námi og starfi.

Verkefni yfirlæknis námslækna eru meðal annars:

  • Tekur þátt í að skipuleggja mönnunarlíkan unglækna á sjúkrahúsinu og hefur yfirsýn yfir árið í samráði við verkefnastjóra vaktaplans, umsjónardeildarlækna og starfsfólk mennta- og vísindadeildar.
  • Kemur að breytingum á vaktaplani með stuttum fyrirvara, t.d. vegna veikinda eða manneklu í samvinnu við verkefnastjóra vaktaplans, yfirlækna og umsjónardeildarlækna.
  • Umsjón með umbótaverkefnum.
  • Handleiðari unglækna á launaskrá sem ekki eru í skipulögðu námsprógrammi.

Mennta- og vísindadeild mun áfram hafa yfirumsjón yfir faglega hlutanum og námi unglækna þ.e. samstarfssamningum við aðrar stofnanir og háskóla, samvinnu um sérnám/sérnámsgrunn og skipulag blokka og móttöku. Einnig er deildin áfram með yfirumsjón yfir kennslu- fræðslu-, vísinda- og gæðamálum námslækna svo og að vinna áfram að skipulagi varðandi kynningar og löðun námslækna í samráði við yfirlækna.

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 25 unglæknar og er því um að ræða fjölmennustu lækna-einingu innan sjúkrahússins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó