Hársnyrtideild VMA tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunannaMynd: vma.is

Hársnyrtideild VMA tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Á alþjóðadegi kennara í vikunni var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2022. Hársnyrtideild VMA er tilnefnd til verðlaunanna í flokknum Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun fyrir áhugaverða nálgun og frumkvöðlastarf í vinnustaðanámi.

Í ár verður í fyrsta skipti afhent verðlaun í flokknum Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þessi nýi flokkur í Íslensku menntaverðlaununum varð til að frumkvæði Samtaka iðnaðarins sem nú hafa gengið til liðs við þá aðila sem að verðlaununum standa.

Auk hársnyrtideildar VMA eru í þessum flokki tilnefnd málarabraut byggingartækniskóla Tækniskólans og átaksverkefnið Kvennastarf, en að því stendur Tækniskólinn í samstarfi við iðn- og verkmenntaskóla í landinu.

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á RÚV 2. nóvember nk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó