Háskólasjúkrahús á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.

Stefnt er að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði háskólasjúkrahús. Þetta kemur fram á vef fréttastofu Rúv. Skrifað var undir samning á aðalfundi sjúkrahússins í gær um að efla samstarf Háskólans á Akureyri og Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessum samningi á að efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum á sjúkrahúsinu en um leið að bæta umhverfi fyrir meistara- og doktorsnám við háskólann.

Hildigunnur Svavarsdóttir segir í samtali við Rúv að háskólasjúkrahús muni gera sjúkrahúsinu auðveldara að bjóða fólki að vinna við gott umhverfi sem hefur áhuga á að vinna við rannsóknir.

Háskólinn á Akureyri er þessa stundina að leita leiða til að fá doktorsnám samþykkt.

„Það kemur þá líka á hinn bóginn til með að hjálpa okkur til að starfsfólkið okkar á sjúkrhúsinu geti þá tengst háskólanum betur og jafnvel sótt sér meistara- og doktorsgráðu, sem er líka lóð á vogaskálarnar í því að verða háskólasjúkrahús,“ segir Hildigunnur .

UMMÆLI

Sambíó