beint flug til Færeyja

Háskólinn á Akureyri hefur lokið öllum Grænu skrefunum fyrstur íslenskra háskóla

Háskólinn á Akureyri hefur lokið öllum Grænu skrefunum fyrstur íslenskra háskóla

Háskólinn á Akureyri stóðst úttekt á fimmta græna skrefinu á dögunum og er þar með fyrsti háskólinn á Íslandi sem getur státað af þessum árangri.

„Við erum ekkert smá stolt af þessum árangri og sér í lagi hversu fljótt og örugglega við náðum markmiðunum. Allt starfsfólk og stúdentar vann saman og þó það hafi kannski verið krefjandi stundum að venja sig á nýtt verklag þá margborgar það sig fyrir umhverfið,“ segir Yvonne Höller, prófessor og formaður umhverfisnefndar HA á vef skólans.

Háskólinn á Akureyri varð aðili að Grænum skrefum Umhverfisstofnunnar í mars 2020 en lagt var upp með að allar ríkisstofnanir nái 5 skrefum fyrir árslok 2021. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst ríkisstofnunum tækifæri til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsfólks. Þannig geta stofnanir innleitt markvisst umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti.

Aðgerðum Grænna skrefa ná yfir helstu umhverfisþætti í starfsumhverfi hverrar stofnunar og er þeim skipt í 7 flokka. Í skrefum 1-4 snúa aðgerðir að öllum þessum flokkum á meðan fimmta skrefið snýr meira að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi. 

Markmið

  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar

Hér má lesa nánar um Græn skref og samanburð stofnana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó