Hátt í tvær milljónir hafa þegar safnast fyrir treyju Arons Einars

Hátt í tvær milljónir hafa þegar safnast fyrir treyju Arons Einars

CharityShirts.is býður upp landsliðstreyju Akureyringsins Arons Einars Gunnarssonar til styrktar góðum málefnum.

Einstaklingum gefst kostur á að kaupa lottómiða á þúsund krónur og eiga þannig séns á að vinna treyjuna. Nú þegar hafa safnast hátt í 2 milljónir króna en dregið verður út 23. september næstkomandi.

Þetta er lang hæsta upphæð sem hefur safnast fyrir treyju hjá Charity Shirts til þessa.

Allur ágóði sölunnar skiptist jafnt á milli Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar og Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.

Þú getur nælt þér í miða á vefsíðu CharityShirtsVinningshafi verður dreginn út mánudaginn 23 september kl 19:00.

Sambíó

UMMÆLI