NTC netdagar

Hauststilla haldin annað árið í röð

Hauststilla haldin annað árið í röð

Hauststilla verður haldin annað árið í röð í kvöld, fimmtudaginn 25. október í Deiglunni á Akureyri.

Mikil gróska er nú í norðlensku tónlistarlífi og hafa margir efnilegir listamenn gert vart við sig á undanförum misserum. Því má með sanni segja að vorið liggi í loftinu í hvað varðar grasrótartónlist í litla bænum okkar.

Markmið hátíðarinnar er að gefa tónlistarfólki tækifæri á að koma fram og spila eigið efni. Lögð er áhersla á hlýja og þægilega stemmningu, lifandi hljóðfæraleik og síðast en ekki síst, frumsamda tónlist. Frítt er inn á viðburðinn.

Fram koma:
X Anton Líni
X Dana Ýr
X Diana Sus
X Einar Óli
X Flammeus
X GRINGLO
X Stefán Elí

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó