Hefja mótefnamælingar fyrir almenning á Læknastofum Akureyrar

Hefja mótefnamælingar fyrir almenning á Læknastofum Akureyrar

Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið COVID-19. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar að hún finni fyrir mikilli eftirspurn almennings eftir mótefnamælingum. Byrjað verður að taka á móti fólki strax í byrjun næstu viku og ekki verður krafist beiðni frá lækni til að komast í mælinguna sem kosta um fimm þúsund krónur.

„Við ætlum að byrja í næstu viku og bjóða upp á mótefnamælingar á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku frá 9-12. Aðeins svona til að taka kúfinn af. Svo verðum við með mælingar á þriðjudögum eftir það, allar þriðjudaga frá níu til tólf,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, í samtali við RÚV. 

Hún segir að mælingarnar verði í boði svo lengi sem eftirspurn er til staðar.

Sambíó

UMMÆLI