Heiðdís Hólm opnar í Kaktus

Heiðdís Hólm sýnir mjúka textaskúlptúra sem vísa handahófskennt í persónulega upplifun hennar síðustu misseri í Hvíta Kassanum í Kaktus á Akureyri. Sýningin hófst í dag, föstudaginn 23. júní. Sýningin verður í nýju rými lista- og menningarrýmisins Kaktus í Hafnarstræti 73.

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika efniviðarins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina. Hún heldur úti heimasíðunni www.heiddisholm.com.

Aðrar sýningar sem Heiðdís hefur haldið á Akureyri eru meðal annars:

2016 Misminni. Flóra, Akureyri. Ásamt Jónínu Björgu.
2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.
2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.
2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.
2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning 

Sýningin sem ber heitið Sviðna er opin laugardag og sunnudag (24/6 og 25/6) frá kl. 14-17, og svo fram til 29. júní þegar skilti er fyrir utan Kaktus.

UMMÆLI