Heilsubótarganga í Boganum

Fjölnota íþróttahúsið Boginn við Skarðshlíð er ekki eingöngu notaður fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir yfir vetrartímann. Húsið er opið öllum þeim sem vilja ganga sér til heilsubótar innandyra frá kl.8 til 12 alla virka daga.

Hringurinn er 370 metrar og eru yngri sem eldri hvattir til að nýta sér aðstöðuna án endurgjalds. Hitinn í Boganum er að lágmarki 12 gráður og kaffisala er í félagsheimili Þórs, Hamri.

Einnig má geta þess að á Þórsvellinum eru tvær innstu hlaupabrautirnar upphitaðar og þeir sem vilja frekar ganga eða trimma úti undir berum himni geta notfært sér það. Loks má nefna að það er alltaf heitt á könnunni í íþróttahúsinu ef fólk vill fá sér kaffisopa eftir að hafa hreyft sig.

Sambíó

UMMÆLI