Heimasíða Akureyrarbæjar á meðal þeirra bestu

Um síðustu mánaðamót var tilkynnt hvaða fimm vefir sveitarfélaga á Íslandi væru metnir bestir árið 2017 hvað varðar innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Samhliða könnuninni var gerð úttekt á öryggismálum vefjanna og bent sérstaklega á það ef öryggi væri ábótavant. Akureyri.is var einn af þessum fimm vefjum.

Vefur Reykjavíkurborgar hlaut viðurkenningu sem besti vefur sveitarfélags. Árið 2011 var heimasíða Akureyrarbæjar valinn sú besta en er nú sem áður segir metinn einn af fimm bestu.

Þetta var í sjöunda sinn sem slík úttekt er gerð á vegum samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.

Fyrirtækið Stefna á Akureyri gerði fjóra af fimm stigahæstu vefi sveitarfélaganna. Þetta eru vefir Akureyrarbæjar, Fljótsdalshéraðs, Kópavogsbæjar og Reykjanesbæjar.

Vefur Dalvíkurbyggðar endaði í 6. sæti yfir alla sveitarfélagavefi á landinu, einu stigi á eftir næstu tveimur sveitarfélögum. Árið 2016 var vefurinn tekinn til gagngerrar endurskoðunar í samstarfi við Stefnu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó