NTC netdagar

Heimildarmynd um Eika væntanleg – myndband

Eiki Helgason

Eiki Helgason

Snjóbrettakappann Eika Helgason þekkja flestir Akureyringar enda hefur hann gjarnan svifið um bæinn á snjóbretti ásamt bróður sínum Halldóri Helgasyni og fleiri snjóbrettaköppum.

Á næstu dögum kemur út heimildarmynd um Eika, unnin af blaðamanninum Stan Leveille, þar sem sem farið verður í gegnum ævi Eika og spurningunni hvernig sveitastrákurinn frá Sílastöðum varð atvinnumaður á snjóbretti svarað.

Hægt er að fylgjast með framvindu myndarinnar á heimasíðu verkefnisins með því að smella hér.

Þar birtast upphitunarmyndbönd með brotum úr myndinni sem verður svo frumsýnd í heild sinni í næstu viku. Hér að neðan gefur að líta eitt slíkt upphitunarmyndband.

UMMÆLI