Heimir gefur út textann við Örkin hans nóa

Heimir Björnsson fyrrum hljómsveitarmeðlimur í rapp grúppunni Skyttunum gaf í dag út textann við lagið Örkin hans nóa í fyrsta sinn. Heimir segir að í gegnum tíðina hafi hann fengið margar fyrirspurnir um textann í laginu en hann hafi aldrei nennt að skrifa hann upp. Nú hafi hann loks nennt að skrifa hann niður og taldi tilvalið að skella honum á internetið svo hann þyrfti ekki að gera það aftur. Hann segist alltaf hafa haldið upp á þennan texta þar sem hann hafi staðist tímans tönn ágætlega.

Heimir skrifaði textann við lagið þegar hann var 18 ára fyrir 15 árum. Lagið Örkin hans nóa var á plötunni Illgresið  sem kom út árið 2003. Skytturnar voru tilnefndar til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003 í flokknum nýliði ársins í kjölfar plötunnar.

Heimir er þessa daganna að vinna í plötu ásamt listamanninum Daveeth. Á Facebook síðu sinni segir hann að þeir kalli verkefnið Dahmir og séu langt komnir með plötuna.

Hægt er að lesa textann við Örkin hans nóa og hlusta á lagið í Facebook færslu Heimis hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI