Heimir og Siggi Þrastar dæma í Noregi

Heimir Örn

Heimir Örn

Um helgina munu félagarnir Heimir Örn Árnason og Sigurður Þrastarson halda til Noregs og dæma tvo handboltaleiki.

Heimir og Sigurður hafa getið af sér gott orð sem handknattleiksdómarar á undanförnum árum en Heimir er goðsögn í akureyrskum handbolta og átti afar farsælan leikmannaferil. Sigurður er ekki bara handboltadómari heldur dæmir hann líka knattspyrnuleiki á sumrin. Þess má einnig geta að Sigurður er afreksmaður í Crossfit og hefur meðal annars keppt á evrópu og heimsmeistaramótum.

Verkefni þeirra um helgina er samvinnuverkefni dómaranefnda á Norðurlöndunum til þess að dómarar geti safnað að sér erlendri reynslu.

Á laugardag dæma þeir leik Drammen og Falk Horten í norsku úrvalsdeildinni og á sunnudag dæma þeir Haslum IL – Haugaland í 1. deild karla.

UMMÆLI