Heimspekikaffi hefst á morgun

thorgnyr

Þórgnýr Dýrfjörð flytur fyrsta erindi vetrarins

Fyrsta heimspekikaffi vetrarins verður haldið á Bláu könnunni á morgunn, sunnudag 6. nóvember klukkan 11. Þórgnýr Dýrfjörð mun flytja erindi. Heimpsekikaffi hefst hverju sinni með framsögu og vangavelutum um ákveðið efni. Gestir fá svo tækifæri til að tjá sig eða spyrja frummælanda frekar.

Heimspekikaffið er samstarfsverkefni Félags áhugafólks um heimspeki, Akureyrarstofu, Háskólans á Akureyri og Bláu könnunar og verður haldið á sunnudagsmorgnum næstu vikurnar.

Dagskrána má sjá hér að neðan

6. nóv.: Þórgnýr Dýrfjörð: „Er ég góð manneskja?“

13. nóv.: Margrét Heinreksdóttir: „Ekki í okkar nafni“

20. nóv.: Sigrún Sveinbjörnsdóttir: Stjórna ég hugsunum mínum?“

27. nóv.: Valgarður Egilsson: „Sameindin og lífsnautnin“

4. des.: Jón Björnsson: „Endaskipti á æviferlinum“

UMMÆLI

Sambíó