Prenthaus

Heitasti dagur ársins á AkureyriFólki var ekki kalt í miðbænum í dag

Heitasti dagur ársins á Akureyri

Hitinn fór mest í rúm tuttugu og sjö stig á Akureyri í dag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir að hitinn hafi komist í 27,3°C á mælinum við Krossanesbraut og þar með sé dagurinn í dag sá heitasti á Akureyri það sem af er ári.

Einar segir að svokallaður lygamælir á Ráðhústorginu hafi um tíma sýnt 28 stig í dag en bætir við að ekki sé mark takandi á honum.

Samkvæmt veðurlíkani Bliku verður aftur sólskin og heitt í bænum á morgun en samkvæmt spánni fer hitinn hæst í 22 stig.

UMMÆLI