Heldur fyrirlestur með manninum sem nauðgaði henni

Heldur fyrirlestur með manninum sem nauðgaði henni

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir varð fyrir nauðgun af hendi þáverandi kærasta síns þegar hún var 16 ára gömul. Kærastinn var 18 ára gamall skiptinemi frá Ástralíu, Tom Stranger. Eftir mörg ár af mikilli vanlíðan í kjölfar nauðgunarinnar ákvað Þórdís að skrifa Tom bréf til þess að gera upp það sem gerst hafði. Henni til mikillar furðu fékk hún skýlausa játningu og innilega afsökunarbeiðni.

Eftir að hafa skrifast á í 8 ár ákváðu Þórdís og Tom að hittast á miðri leið, í Suður Afríku og gera upp fortíðina í eitt skipti fyrir öll. Sá fundur segir Þórdís að hafi breytt lífi þeirra til frambúðar og varð til þess að þau tóku höndum saman og sögðu sögu sína opinberlega, sem gerandi og þolandi kynferðisofbeldi á TED fyrirlestri í lok síðasta árs. Þann 16.mars næstkomandi kemur svo út bók Þórdísar, South of Forgiveness sem varð til eftir fund hennar við Tom.
Þórdís segir það forréttindi að geta talað um reynslu sína en verða ekki fyrir aðkasti eins og margar konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að þola. Horfa má á fyrirlesturinn hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI