NTC netdagar

Heldur sigurganga Þór/KA áfram?

Heldur sigurganga Þór/KA áfram?

Þór/KA hefur farið frábærlega af stað í Pepsi deildinni í sumar og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 15 stig. Liðið vann 2-0 sigur á KR í síðustu umferð og var það 5. leikurinn sem liðið vann í sumar eftir að aðeins 5 leikir hafa verið spilaðir. Stjarnan fylgir liðinu fast á eftir í 2. sæti með 13 stig.

Á morgun fær liðið ÍBV í heimsókn á Þórsvöll. ÍBV liðið hefur einnig byrjað vel og situr í 4. sæti deildarinnar með 10 stig. Það má því búast við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Þór/KA 5 5 0 0 10  –    1 9 15
2 Stjarnan 5 4 1 0 15  –    4 11 13
3 Breiðablik 5 4 0 1   9  –    2 7 12
4 ÍBV 5 3 1 1   7  –    5 2 10
5 FH 5 3 0 2   7  –    3 4 9
6 Valur 5 2 0 3   7  –    7 0 6
7 Grindavík 5 2 0 3   4  –  10 -6 6
8 Fylkir 5 1 0 4   2  –  10 -8 3
9 KR 5 0 0 5   1  –    8 -7 0
10 Haukar 5 0 0 5   3  –  15 -12 0
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó