Herratískan í vetur

Skúli Jarl Halldórsson fer yfir herratískuna fyrir veturinn

Nú er haustið að skella á fyrir komandi vetur og þar af leiðandi þarf maður oftar en ekki að klæða sig aðeins öðruvísi upp heldur en á góðum sumardegi hérna heima. Sumarið var frekar gott í sumar og því væri alveg eftir því að fá hressandi vetur fljótlega.

Það sem mér finnst gaman á veturna er að þá þarf maður oftar en ekki að klæða sig heldur betur upp en ella, og getur klætt sig í nokkur lög eða layer-að.

Rúllukragapeysurnar, og hlýjar yfirhafnir koma aftur til sögunnar eftir sumarið og ylja manni í snjókomunni og frostinu á leiðinni í skólann á morgnanna.

Ég tók saman nokkrar flíkur sem ég myndi vilja hafa tilbúnar í fataskápnum áður veturinnn skellur á okkur.


Yfirhafnir.


Esja – 66° Norður með Gore Tex skel.


700 down Nuptse dúnúlpa frá The North Face.


Stílhrein og falleg dúnúlpa frá Uniqlo.


Nýleg dúnúlpa úr samvinnuverkefni hjá Supreme og Stone Island.


Hlýjar ullar og flíspeysur.


Þessi rúllukragi frá 66 er úr ull og svíkur engann.


Rúllukragi frá Stone Island í skemmtilegum lit.


Geggjuð flíspeysa frá Stone Island.


Hettupeysur.


Mjög mikilvægt að vera vel settur í hettupeysum fyrir haustið.
Kappa x Gosha Rubchinskiy.


Einföld og fallega hettupeysa frá Vetements.


Skór.


Mér finnst alltaf erfitt að hætta ganga í sneakers en ég gæti alveg hugsað mér að ganga í þessum Chelsea Boots frá Common Projects. Fást til að mynda í Húrra Reykjavík.


Klassískir götuskór frá Vans sem eru alltaf in.


Raf Simons x Adidas Ozweego.

Þessir eru rosalega ofarlega á óskalistanum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó