Hilda Jana ræddi stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri í jómfrúarræðu sinni á Alþingi

Hilda Jana ræddi stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri í jómfrúarræðu sinni á Alþingi

Hilda Jana Gísladóttir flutt jómfrúarræðu sína á Alþingi í gær og þar fjallaði hún sérstaklega um þann niðurskurð sem blasir við hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Hilda segir stöðuna á Sjúkrahúsinu afa dapra í kjölfar heimsfaraldursins og nefnir meðal annars að þegar hafi verið ákveðið að loka barna- og unglingageðdeild í 5 vikur í sumar og sinna aðeins bráðaþjónustu, loka dag- og göngudeildarþjónustu geðdeildar í 5 vikur í sumar og sinna aðeins bráðaþjónustu, loka öldrunar- og endurhæfingardeild við Kristnesspítala í 5 vikur í sumar, draga verulega úr starfsemi almennu göngudeildarinnar og skurðstofu – meira en áður hefur verið gert og draga úr viðhaldi húsnæðisins.

Hún segir þetta vera aðeins dropa í hafið miðað við núverandi rekstarstöðu sjúkrahússins og líklegt sé að grípa þurfi til mu viðameiri ráðstafana.

„Sjúkrahúsið á Akureyri er ekki aðeins varasjúkrahús landsins heldur hreinlega hornsteinn í heilbrigðisþjónustu í landshlutanum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryggi, lífsgæði og samkeppnishæfni landshlutans,“ segir Hilda í ræðu sinni sem má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó