Hilda Jana sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Hilda Jana sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sækist eftir öðru sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi við komandi alþingiskosningar. Þetta staðfestir hún í samtali við n4.is í dag.

Kjördæmisráð flokksins í kjördæminu fundar í kvöld, þar verður kosið um tillögu uppstillingarnefndar um framboðslistann. Logi Már Einarsson, formaður flokksins og þingmaður, verður áfram í fyrsta sæti í kjördæminu.

Þingkonan Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, sem skipaði annað sætið á lista flokksins í NA-kjördæmi síðast, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Sambíó

UMMÆLI