Hildur Eir biðlar til fólks að gera ekki lítið úr störfum presta

Séra Hildur Eir Bolladóttir

Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju hefur beðið fólk að gæta orða sinna í kjölfar umræðu um launakjör presastéttarinnar. Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun prestastéttarinnar. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir fékk afturvirka hækkun, 3,3 milljónir króna í eingreiðslu og 18 prósenta launahækkun.

Hildur Eir segir sjálfsagt að fólk hafi skoðun á málinu en biður fólk um að bera virðingu fyrir starfi preststéttarinnar.

„Fyrir marga er þetta mikill peningur og upphæð sem aðrar starfsstéttir fá ekki en eiga svo sannarlega skilið. Mikið vildi èg óska þess að allar starfsstéttir væru sæmdar af sínum launum, það er einn bletturinn á okkar samfélagi að við metum oft vinnuframlag meira eftir framleiðni en félagsauði og lýðheilsu samanber laun kennara og hjúkrunarfræðinga sem eru auðvitað ekki eðlileg miðað við ábyrgð og álag,“ segir Hildur á Facebook síðu sinni.

„ Mig langar samt að segja eitt við ykkur kæru vinir: Hafið endilega skoðun á þessari launahækkun og bendið á misræmi launa í þeim verðuga tilgangi að knýja fram breytingar fyrir aðrar umönnunarstèttir af því að það er það sem prestastéttin er, umönnunarstétt. Eru þið samt til í að gera ekki lítið úr störfum okkar presta í þessu samhengi og jafnvel varpa því fram að við gerum ekki neitt og séum byrði á samfèlaginu, èg finn að mèr sárnar það og þegar mér sárnar þá reyni ég að opna á það svo ég verði ekki bitur og leiðinleg.“

Sambíó

UMMÆLI