Hildur María Hansdóttir opnar sýningu í ART AK

Hildur María Hansdóttir opnar sýningu um helgina sem ber heitið Bjarmalönd. Hildur hefur unnið undanfarin ár stór hekluð textil/myndverk með innblástri úr náttúrunni. Hún einblínir á að vinna verkin sín úr endurunnum textil, því nóg er víst til af honum.

Sýningin er haldin í ART AK, Strandgötu 53, laugardaginn og sunnudaginn um helgina þar sem opið verður frá 14-17. Léttar veitingar verða í boði.


UMMÆLI

Sambíó