Hinir himnesku herskarar í Hofi

Hinir himnesku herskarar í Hofi

Málmblásaradeild Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, ásamt slagverksleikara, flytja viðburðinn Hinir himnesku herskarar, metnaðarfulla efnisskrá sem Vilhjálmur Sigurðarson trompetleikari hefur valið saman.

Verkin eru afar fjölbreytt allt frá hátíðlegum málmgjöllum, björtum og hressandi barokk verkum, rómantískum ballöðum og kraftmiklum ungverskum dönsum yfir í dægurlög eftir Bítlana, Jón Múla Árnason og Sigfús Halldórsson.

Tónleikarnir fara fram í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 13. mars kl. 16. 

Miðaverð er 4900 kr. Miðasala á www.mak.is

UMMÆLI