Hinsegin apríl í Rósenborg

Ungmennahúsið í Rósenborg fagnar fjölbreytileikanum þennan mánuðinn með því að bjóða í Hinsegin apríl. Undanfarin ár hefur starf Hinsegin Norðurlands verið sívaxandi í aprílmánuði og af því tilefni hefur Ungmennahúsið ákveðið beina athygli fólks að starfinu sem þetta unga fólk stendur fyrir.

Hinsegin Norðurland er félagskapur hinsegin fólks á Norðurlandi og er einn af kjarnaklúbbum Ungmennahúss. Þau hafa staðið fyrir Dragkeppni undanfarin ár og nú hafa fleiri viðburðir bæst við, bíókvöld, förðunarnámskeið og svo Dragkeppnin sjálf þann 29. apríl.

Í kvöld, miðvikudaginn 12. apríl kl.20, mun Hinsegin Norðurland sýna kvikmyndina Priscilla, queen of the desert í Ungmennahúsinu og eru allir velkomnir.

Hans Jónsson sigurvegari Dragkeppninnar 2016

UMMÆLI