
Eiríkur Björn Björgvinsson og Margrét Pála Ólafsdóttir undirrita samninginn. Mynd af vef Akureyrarbæjar
Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um rekstur leikskólans Hólmasólar sem stendur við Helgamagrastræti. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á kynjaskiptingu.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar fyrir hennar hönd skrifuðu undir samninginn.
Í honum er kveðið á um að Hólmasól lúti faglegu eftirliti fræðslusviðs Akureyrarbæjar en faglegt eftirlit er á ábyrgð fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Sömu kröfur og skilyrði skulu gilda um aðbúnað barna og gæði leikskólastarfs í leikskólanum eins og í öðrum leikskólum Akureyrarbæjar en Hólmasól er eini leikskólinn á Akureyri sem er innan Hjallastefnunnar.
Samningurinn gildir til 31. júlí 2022 og er framlengjanlegur um fimm ár í senn eftir það.
Alfa Björk Kristinsdóttir er skólastjóri Hólmasólar en þar eru um 150 nemendur og fjöldi starfsfólks er 35 manns.
UMMÆLI