Hjálmlaus hjólreiðamaður varð fyrir bíl

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Veðurfar á Akureyri hefur verið með miklum ágætum og kjöraðstæður fyrir hjólreiðafólk.

Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri í dag. Maðurinn, sem var hjálmlaus á hjólinu, var fluttur á sjúkrahús en er að sögn lögreglu ekki alvarlega slasaður. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Maðurinn var að hjóla vestur Krossanesbraut þegar ökumaður bifreiðar sem var að aka inn á götuna frá Óseyri keyrði hann niður. Hjólreiðamaðurinn rotaðist við fallið í götuna og hlaut minniháttar áverka á höfði. Hann var kominn til meðvitundar þegar lögreglan mætti á svæðið.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir lögreglumaður að hjólreiðamaðurinn hefði væntanlega sloppið án allra áverka á höfði hefði hann verið með hjálm. Lögreglan hefur jafnframt eftir hjólreiðamanninum sem varð fyrir bílnum að hann muni ekki hjóla hjálmlaus framar.

Sambíó

UMMÆLI