Hjalteyrargata, milli Tryggvabrautar og Furuvalla, verður lokuð til suðurs vegna framkvæmda þriðjudaginn 14. janúar og miðvikudaginn 15. janúar.
Lokunarskiltum og upplýsingum um hjáleiðir verður komið upp á níu stöðum í bænum, einkum í næsta nágrenni við framkvæmdasvæðið að því er kemur fram á vef bæjarins.
Íbúar og aðrir vegfarendur eru þar beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
UMMÆLI