Hjalti Þór stýrir Þór í Dominos deildinni næsta vetur

Þetta er nýr þjálfari Þórs

Hjalti Þór Vilhjálmsson verður eftirmaður Benedikts Guðmundssonar hjá körfuboltaliði Þórs og mun stýra liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Hjalti Þór gerir þriggja ára samning við Þór.

Hjalti Þór hefur einu sinni áður þjálfað lið í efstu deild en hann er 34 ára og hefur þjálfað hjá uppeldisfélagi sínu, Fjölni, í mörg ár.

Þórsarar voru nýliðar í Dominos deildinni á yfirstandandi leiktíð en féllu úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Benedikt þjálfaði bæði karla- og kvennalið Þórs síðastliðin tvö ár en Hjalti mun ekki sjá um þjálfun kvennaliðsins og stendur leit að nýjum þjálfara fyrir kvennaliðið nú yfir.

Sambíó

UMMÆLI