NTC netdagar

Hjólreiðafélag Akureyrar heldur mót á laugardaginn

Mynd: hfa.is

Næstkomandi laugardag, 6.maí, mun Hjólreiðafélag Akureyrar, HFA, standa fyrir fyrsta hjólreiðamóti sínu á árinu. HFA stendur á hverju ári fyrir mörgum mótum og keppnum. HFA á orðið keppendur í öllum greinum hjólreiða og státar af flottum keppendum og nokkrum margföldum verðlaunahöfum í mörgum greinum sem og Íslandsmeistara í öðrum.

Mótið á laugardag verður svokallað TT mót eða Tímaprufu mót. Það fer þannig fram að keppendur hjóla einir og tekinn er tíminn sem þeir hjóla ákveðna vegalengd. Keppnin  snýst um að hjóla sem hraðast frá afleggjaranum við Kjarnaskóg í gegnum Hrafnagil og til baka.

„Líklegt verður að teljast að hröðustu keppendurnir verði ekki mikið lengur
en 18 mínútur að hjóla þessa vegalengd.Það verður mikið stuð og mikið um að vera á Hrafnagili þar sem keppendur bruna í gegn og snúa við afleggjaran að Þverbrautinni. Vonandi sjá heimamenn sér fært að koma og fylgjast með en gert er ráð fyrir fyrstu keppendum inn á Hrafnagil kl. 10:20 og mótinu lokið kl. 12:00. Við fyrir hönd HFA þökkum biðlund og skilning og vonumst eftir að sjá sem flesta hvetja við Hrafnagil,“ segir Hörður Finnbogason í yfirlýsingu frá félaginu.

 

UMMÆLI

Sambíó