Karlmaðurinn sem var fluttur til Reykjavíkur á spítala eftir að hafa orðið fyrir bíl við Glerárgötu á Akureyri í gær er á batavegi.
Keyrt var á hann þegar hann var hjólandi og hann var fluttur með sjúkraflugi suður. Hann mun fara í aðgerð en hann braut mörg rifbein og mjaðmargrind hans brotnaði.
Á Facebook-síðu mannsins kemur fram að hann sé ekki lengur í lífshættu og sé farin að geta tjáð sig eðlilega.
„Slysin geta gerst hvenær sem er og eru allir þakklátir að þetta fór ekki verr,“ segir á Facebook síðu hans.
UMMÆLI