Hlíðarfjall opnar í dag – uppfært

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar formlega í dag klukkan 16:00. Þrátt fyrir mikla snjókomu síðustu daga eru snjóalög í fjallinum með minnsta móti. Þau eru þó næg til þess að opna Fjarkann, Hólabraut og Töfrateppið. Hægt verður að renna sér í Andrésar-brekkunni, Hólabaut, Rennslinu og Töfrateppinu.

Opið verður í Hlíðarfjalli til kl. 20.00 í dag. Frá og með 1. desember verður opið frá kl. 16.00 – 19.00 fimmtudaga og föstudaga og kl. 10.00 – 16.00 laugardaga og sunnudaga.
Sjá nánar á heimasíðu Hlíðarfjalls.

Uppfært kl: 13:35
Vindur í Hlíðarfjalli er nú um 17-20 m/s og mun því fjallið ekki opna eins og til stóð vegna veðurs. Nánar á Facebook síðu Hlíðarfjalls

VG

UMMÆLI