Hljómsveitin GRINGLO leitar að fólki í nýjasta tónlistarmyndbandið sitt

Hljómsveitin Gringlo, sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, leitar að fólki til þess að taka þátt í nýju tónlistarmyndbandi.

Strákarnir vilja safna í hóp af 60-70 manns til að búa til litla skrúðgöngu. Gengið verður frá Norðurgötu 19, út Ránargötu og að lokum verður tekin upp einföld lokasena á bryggjusvæðinu við ÚA. Áætlaður tökutími er hámark 2 klst. annað hvort miðvikudaginn 25. júlí eða 26. júlí. Nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Sjá einnig:  Fyrsta plata GRINGLO komin út

Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir:

Ertu hávaxin/nn eða nærð ekki í mjólkina í efstu hillunni?
Ertu fædd/ur og uppalin Akureyringur eða ertu bara túristi í heimsókn? Ertu unglamb eða elliær? Kanntu að dansa eða er líkamleg hreyfing í takt við tónlist þér hulin ráðgáta?
Finnst þér gaman að blása sápukúlur? Getur þú labbað sjálf/sjálfur eða notast þú við hjálpartæki? Spilaru á þríhorn?
Ertu fullorðin manneskja, krakki eða gæludýr?

Það skiptir ekki máli, við erum að leita af þér!

Það eina sem við þurfum til að þetta geti gengið er:
-Góð stemming
-Ágætis veður
-og nóg af fólki!

Mæta, labba og brosa. Gæti ekki verið einfaldara.
Ef þú hefur áhuga á að skapa þetta með okkur( og að koma nafninu þínu í credit listann!) smelltu þá á „Going“.

ATH: tökudegi gæti skeikað um 1 dag, ef að veður verður leiðinlegt.

Sápukúlur og blöðrur verða á staðnum en öllum er velkomið að koma með leikhluti, hjlóðfæri, búninga eða hvað sem fólki dettur í hug til að setja sinn einstaka svip á myndbandið.

Þemað er „Náunga kærleikur“.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó