NTC netdagar

Hljómsveitin HAM gefur út nýtt lag

Þungarokkshljómsveitin HAM gaf í dag út nýtt lag á Facebook síðu sinni. Lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar. Það ber nafnið Vestur Berlín. Lagið hefur fengið góðar viðtökur frá aðdáendum hljómsveitarinnar á Facebook.

Ný plata er væntanleg frá sveitinni samkvæmt útvarpsstöðinni X977. Það verður fyrsta plata sveitarinnar síðan breiðskífan Svik, harmur og dauði kom út árið 2011.

Hægt er að hlusta á nýja lagið í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI