Hljómsveitin Reefer Boys gefur út tvö lög og vinnur að sinni fyrstu plötu

Þrír ungir Akureyringar skipa hljómsveitina Reefer Boys. Hljómsveitin var stofnuð í mars og vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Reefer Boys hafa gefið út tvö lög á undanförnum vikum, lögin Í Skýjunum og Stafla Hart.

Baldur Olsen er einn af þremur meðlimum hljómsveitarinnar en hann segir í samtali við Kaffið.is að tónlistin sem þeir semja sé rapp í takt við „nútímavæbið”.

Ásamt Baldri skipa þeir Henning Jóhannesson og Ægir Daði Árnason hljómsveitina. Baldur segir að markmið þeirra sé að koma tónlist sinni á framfæri og að í framtíðinni vonist þeir eftir að lifa á henni. Hann segir að hingað til hafi allt gengið eins og í sögu.

Hlustaðu á fyrstu tvö lög hljómsveitarinnar Reefer Boys

 

ReeferBoys heitir hljómsveitin, hun var stofnuð í mars, erum að vinna mest með rapp nútímavæbið, við erum 3 Baldur Olsen, Henning Jóhannesson og Ægir Daði árnason… við viljum bara koma tónlistinni okkar á framfæri og lifa með því, allt hefur gengið ofboðslega vel en það eru alltaf einhverjar uppákomur sama hvað.. það eru strax komið fullt af fylgjendum ..contact info er reeferboysbooking@gmail.com

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó