Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lagMynd: Daníel Starrason

Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag

Út er komið nýtt lag með hljómsveitinni Tonnatak, Drepa flugur. Líkt og oft áður er leitað í reynsluheim hljómsveitarmeðlima, í þetta sinn bassaleikara sveitarinnar.

Í texta lagsins er fjallað um það þegar hann barðist hetjulega við við húsflugur tvær sem röskuðu nætursvefni hans. Vopnaður upprúlluðu eintaki af Bo & Bedre barðist hann á adamsklæðunum einum saman en gáði ekki að sér og vakti með þessum athöfnum snót sem fékk að gista þessa nótt. Ekki fylgir sögunni hvað stúlkunni fannst um aðfarirnar en hún gisti áfram við hlið hans næstu 34 árin.

Meðlimir Tonnataks eru Kristján Pétur Sigurðsson, Þorsteinn Gíslason, Haukur Pálmason og Daníel Starrason og verður útgáfunni fagnað á Populuskvöldi í Deiglunni laugardagskvöldið 29. apríl.

Á plötuumslagi lagsins hefur listakonan Anna Richardsdóttir tekið að sér hlutverk flugunnar. Plötuumslagið má sjá neðst í fréttinni.

Lagið á Spotify:
https://open.spotify.com/track/2AxtxP1kmyC7tiAkmujQ9A?si=77654f372e684955

Lagið á YouTube:
https://www.youtube.com/watch?v=aFlyXkoiwZM&list=OLAK5uy_kYEl4PpCwtR-yiZaIfNh4ec0Z7xmv9VOk

www.danielstarrason.com

UMMÆLI

Sambíó