Múlaberg

Hlustaðu á nýju plötuna frá RAKEL

Hlustaðu á nýju plötuna frá RAKEL

Rakel Sigurðardóttir, tónlistarkona frá Akureyri, sendi í dag frá sér fjögurra laga EP plötuna Nothing ever changes. Þú getur hlustað á plötuna í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig: „Virðist vera alveg fullt af fólki þarna úti sem hlustar á tónlistina mína“

Rakel hefur vakið athygli hér á landi fyrir lög á borð við Keeping me awake og My favorite line. Þá gaf hún út lagið Ég var að spá ásamt tónlistarmönnunum Jóa P og Ceasetone.

„Viðbrögðin við þeim lögum sem ég hef gefið út eru alveg vonum framar. Ég gat eiginlega ekki ímyndað mér hvað myndi gerast, en það virðist vera alveg fullt af fólki þarna úti sem hlustar á tónlistina mína, sem mér finnst alveg magnað og auðvitað ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rakel í viðtali við Kaffið.is þar sem hún ræðir nýju plötuna. Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó