Hlýjast á Norðurlandi í júlí

Úr miðbæ Akureyrar

Í júlí var hlýjast á Norðurlandi af öllum landshlutum. Meðal­hiti mánaðar­ins var hæst­ur á Torf­um í Eyjaf­irði, 12,8 stig. Meðalhitinn á Akureyri var 12,7 stig, 1,5 stigum meira en meðallag síðustu tíu ára.

Hæsti hitinn í mánuðinum mældist í Fnjóskadal 25. júlí, 27,7 stiga hiti. Slíkur hiti hefur ekki mælst hér á landi síðan í ágúst 2012.

Á Ólafsfirði og Siglufirði hefur júlí ekki verið heitari í 20 ár.

 

Sambíó

UMMÆLI