Gæludýr.is

Höfuðkúpubrotinn eftir slys á flutningaskipi

Maður höfuðkúpubrotnaði á flutningaskipi sem var statt úti á Eyjafirði á leið til Akureyrar í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi út tilkynningu vegna málsins. Tilkynning vegna slyssins barst rétt fyrir kl. 10 í morgun og voru læknir, lögregla og slökkvilið kölluð út. Til stóð að ræsa út björgunarsveitir vegna slyssins ef senda þyrfti bát út á móti skipinu. Ekki kom til þess og flutningaskipinu var siglt inn að Krossanesbryggju þar sem sjúkralið tók við manninum.

Maðurinn fékk járnstykki í höfuðið við vinnu sína á skipinu en var með meðvitund þegar hann komst undir læknishendur. Hann er ekki talinn í lífshættu en hefur verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. 

UMMÆLI

Sambíó