Höfuðpúðum stolið úr bíl á eyrinni

Ivan Mendez

Ivan Mendez

Tónlistarmaðurinn  geðþekki Ivan Mendez lenti í afar óskemmtilegri lífsreynslu við heimili sitt í Norðurgötu á Akureyri í gærkvöldi. Hafði bíræfinn þjófur stolið báðum höfuðpúðunum í framsæti Toyota bifreiðar hans.

Engu öðru var stolið úr bílnum en Ivan sem gleymdi að læsa bílnum greindi frá þessu á Snapchat aðgangi sínum í dag.

Ivan segir í samtali við Kaffið að ef að þjófurinn sæi að sér og langaði að skila höfuðpúðunum væri hann velkominn í te til hans. Hann myndi jafnvel reyna að baka eitthvað.

Engir höfuðpúðar

Engir höfuðpúðar

Við vonum að þetta mál leysist sem fyrst.

UMMÆLI