Hollvinir Sak safna fyrir öndunarvélum

Hollvinir Sak safna fyrir öndunarvélum

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri safna nú fyrir nýjum öndunarvélum fyrir gjörgæsludeildina. Þetta kemur fram á Vikudegi.is.

Þar segir að á Facebooksíðu Hollvina SAk sé fólk beðið einlæglega um styrk í þessari viðleitni. Þeir sem vilja eða geta styrkt Hollvinasamtökin geta lagt inn á reikning 0565-26-10321 en kennitala er 640216-0500.

Þeir sem veikjast alvarlega af Covid-19 veirunni geta þurft að fara í öndunarvél. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú þrjár öndunarvélar til staðar en 26 á landinu öllu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó