Hollywood-stjarna skemmti setuliðsmönnum í Hörgárdal

Hollywood-stjarna skemmti setuliðsmönnum í Hörgárdal

Allir fimm þættir Sagnalistar Leyndardómar Hlíðarfjalls, sem unnir eru í samstarfi við Grenndargralið, eru nú aðgengilegir á soundcloud.com. Í þáttunum er reynt að varpa ljósi á umsvif setuliðsins í Hlíðarfjalli í seinni heimsstyrjöldinni. Í fimmta og síðasta þætti eru sagðar hliðarsögur, sögur sem ekki rötuðu í fyrstu fjóra þættina. Meðal efnis í lokaþættinum eru frásagnir af mannskæðum slysum sem setuliðsmenn eru sagðir hafa lent í, endurminningar setuliðsmannsins Henning Simonsen frá dvöl hans á Akureyri og samtal sem þáttastjórnandi átti við Þóru Pétursdóttur, doktor í fornleifafræði.

Þá rifjar einn af viðmælendum þáttarins upp eftirminnilegt atvik frá aðfangadegi jóla á hernámsárunum þegar hann sá fræga Hollywood-stjörnu skemmta setuliðsmönnum á sviði í samkomuhúsi í Hörgárdal.

Með því að smella hér má nálgast Leyndardóma Hlíðarfjalls í hlaðvarpi Grenndargralsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó