Prenthaus

Hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Efnt hefur verið til samkeppni um hönnun á nýju 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík sem leysa mun af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit standa saman að byggingu heimilisins. Með tilkomu þess fjölgar hjúkrunarrýmum á svæðinu um sex.

Framkvæmdasýsla ríkisins stendur fyrir hönnunarsamkeppninni fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélagsins Norðurþings. Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 7. janúar næstkomandi en því síðara 7. febrúar. Skilafrestur tillagna er til 21. febrúar 2020.

Mynd: Heilbrigðisráðuneyti -/ME. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings við undirritun samkomulags um byggingu hjúkrunarheimilisins fyrr á þessu ári

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó