Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en fjórir gistu fangageymslur vegna hópslagsmála sem brutust út í miðbænum.
Rannsókn málsins hefst í dag en samkvæmt lögreglu er enginn alvarlega slasaður. Lögreglan stöðvaði einnig marga ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum vímuefna.
Það var rólegra á tjaldsvæðum bæjarins í nótt heldur en fyrr um helgina en þá var mikið um ölvun og læti þar.
UMMÆLI