Hörgárbraut – Hvað er til ráða?

Hörgárbraut – Hvað er til ráða?

Bæjarstjórn og bæjarstjóri hafa líkt og aðrir íbúar miklar áhyggjur af umferðaröryggi um Hörgárbrautina. Í kjölfar alvarlegs umferðarslyss, þegar ekið var á gangandi vegfaranda í byrjun febrúar mánaðar er mikilvægt að við setjumst niður og skoðum hvað megi betur fara í samstarfi við Vegagerðina.

Að frumkvæði skipulagsráðs var settur á fót vinnuhópur skipaður fulltrúum frá Vegagerðinni, skipulagssviði Akureyrarbæjar og Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, til þess að fara yfir öryggismál við Hörgárbraut og hvernig mætti tryggja öryggi óvarðra vegfaranda betur en nú er. Allir þessir aðilar taka mál er varða öryggi ávallt mjög alvarlega.

Hópurinn hefur síðastliðnar vikur unnið í nánu samstarfi að mögulegum úrbótum, sem eiga að stuðla að bættu umferðaröryggi við gönguþveranir yfir Hörgárbraut.

Verið er að skoða alla möguleika og enginn kostur útilokaður á þessu stigi. 

Á nýlegum upplýsingafundi, þar sem vinnuhópurinn hitti skólaráð Glerárskóla og formann hverfisnefndar kom fram að áform um úrbætur yrðu kynnt sömu aðilum um leið og þau lægju fyrir.

Við bindum vonir við að niðurstaða liggi fyrir í þessum mánuði.   

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs

Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó