Hörmuleg byrjun Akureyrar varð þeim að falli

Sverre Andreas Jakobsson er þjálfari Akureyrar.

Akureyri Handboltafélag tapaði fyrir Selfoss í KA-heimilinu í gærkvöldi í fallbaráttuslag í Olís-deild karla í handbolta. Lokatölur 24-26 fyrir Selfyssingum.

Hörmuleg byrjun Akureyrar varð liðinu að falli en leikmenn Akureyrar mættu seint til leiks og voru 1-8 undir snemma leiks. Þá rönkuðu Akureyringar aðeins við sér en staðan í leikhléi var 11-15 fyrir gestunum.

Akureyri hélt áfram að saxa á forskotið og náði að minnka muninn niður í eitt mark, mínútu fyrir leikslok. Nær komust þeir þó ekki og Selfyssingar tóku tvö dýrmæt stig með sér heim.

Markaskorarar Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson 6, Mindaugas Dumcius 5, Igor Kopyshynskyi 3, Patrekur Stefánsson 3, Kristján Orri Jóhannsson 2, Bergvin Gíslason 2, Friðrik Svavarsson 2, Andri Snær Stefánsson 1.

Markaskorarar Selfoss: Elvar Örn Jónsson 10, Teitur Örn Einarsson 5, Hergeir Grímsson 4, Einar Sverrisson 4, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Már Egan 1.

Staða Akureyar í Olís-deildinni er í hættu en liðið er nú í næstneðsta sæti deildarinnar, með einu stigi meira en botnlið Fram. Akureyri á fjóra leiki eftir, útileik gegn Haukum, heimaleik á móti Fram, úti gegn ÍBV og úti gegn Stjörnunni.

Sambíó

UMMÆLI