Hótel Kaldi opnar fljótlega

Hótel Kaldi opnar fljótlega

Bruggsmiðjan Kaldi stækkar enn frekar við sig en framkvæmdir hafa verið í fullum gangi í sumar við opnun nýs hótels á Árskógssandi. Hótel Kaldi verður nýjasta viðbótin við þetta sístækkandi fyrirtæki en fyrir á Kaldi og rekur bruggsmiðjuna Kalda, Bjórböðin og veitingastað í Bjórböðunum.

Stefnt er að því að Hótel Kaldi opni fljótlega en ekki er búið að gefa upp nákvæma dagsetningu á opnuninni. Í tilkynningu segir að nánari upplýsinga sé að vænta fljótlega en ljóst er að nú hefur Kaldi upp á að bjóða nýja upplifun fyrir komandi gesti þar sem hægt verður að koma í bjórkynningu, baða sig í bjórböðum og verja síðan nóttinni á Hótel Kalda.

Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI