beint flug til Færeyja

Hrannar Björn verður áfram hjá KA

Hrannar Björn verður áfram hjá KA

Knattspyrnumaðurinn Hrannar Björn Steingrímsson hefur framlengt samning sinn við KA til 2025. Samn­ing­ur Hrannars var að renna út að loknu yf­ir­stand­andi tíma­bili.

Hrannar, sem er 31 árs gamall, mun því leika sitt 11. tímabil með KA liðinu næsta sumar. Hann er fjölhæfur leikmaður sem leik­ur oft­ast í stöðu hægri bakv­arðar.

Hrann­ar Björn hef­ur leikið 114 leiki fyr­ir KA í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann að baki 77 leiki í næ­stefstu deild, 62 fyr­ir KA og 15 fyr­ir Völsung, þar sem hann skoraði tvö mörk.

„Virkilega góðar fréttir! Hrannar Björn mun leika sitt 11. tímabil fyrir KA næsta sumar. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá okkur og er það því jákvætt að hann verður áfram í gulu treyjunni,“ segir í tilkynningu KA á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó