Hreinsunarvikan á Akureyri hafin

Hreinsunarvikan á Akureyri hafin

Árleg hreinsunarvika á Akureyri hófst í dag. Þá eru bæjarbúar hvattir til að taka höndum saman við að hreinsa bæinn eftir veturinn og taka þannig á móti sumrinu með brosi á vör.

Hreinsunarvikan stendur raunar í tíu daga, til og með 17. maí, og inniheldur tvær helgar. Starfsfólk Akureyrarbæjar mun ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðamörkum en gámar undir garðarúrgang verða í hverfum bæjarins til 17. maí á eftirfarandi stöðum:
• Hagkaup
• Aðalstræti sunnan Duggufjöru
• Nettó Hrísalundi
• Bugðusíða við leiksvæði
• Bónus við Kjarnagötu
• Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð
• Bónus Langholti
• Krambúðin Byggðavegi

Einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Hér eru nánari upplýsingar um opnunartíma.

Vorhreinsun á götum bæjarins er jafnframt í fullum gangi, auk þess sem Akureyringar tóku virkan þátt í Stóra plokkdeginum sem var haldinn fyrir tveimur vikum og eru því í góðri æfingu. Ástæða er til að minna á Facebook-síðuna „Plokk á Akureyri“ sem er tilvalin leið til að deila árangri hreinsunarstarfsins og hvetja aðra bæjarbúa.

Nú skulum við öll leggjast á eitt og gera bæinn fallegri en nokkru sinni fyrr.

Mynd og frétt: akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI